Greinar & skrif

  • Erfið staða fyrstu kaupenda

    Kastljósið fjallaði um erfiða stöðu fyrstu kaupenda á húsnæðismarkaði í ársbyrjun 2023. Silja Björk var einn viðmælenda og gagnrýndi harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að kaup- og leigumarkaði dagsins í dag.

  • Femínistar eru sínar eigin konur

    Reglulega gerist það hér á landi að ein ákveðin manneskja, yfirleitt kona og þolandi - er útvalin af samfélaginu sem opinber málpípa, forseti og framkvæmdarstýra íslenska femínismans. Kona þessi er iðulega sú sem hefur hvað hæst í samfélagsumræðunni og lætur á sér kveða sem femínisti, þolandi ofbeldis og misréttis

  • Hvers vegna notum við hugvíkkandi efni í meðferðarskyni?

    Þegar talað er um hugvíkkandi efni í meðferðarskyni, getur það átt við allskonar efni sem teljast hugvíkkandi og í raun allskonar meðferðarúrræði líka. Í víðum skilningi er verið að ræða um ábyrga og skilvirka notkun hugvíkkandi efna í klínísku umhverfi, til þess að vinna úr flóknum geðrænum vanda og í átt að bata.

  • Silja Björk er geðveik og óhrædd við að nota það orð.

    Morguninn eftir að Íslendingar fögnuðu þjóðhátíðardeginum árið 2013 ákvað Silja Björk Björnsdóttir, þá nýlega 21 árs, að binda enda á líf sitt. Hún hafði þá verið þjökuð af þunglyndi til margra ára en þennan júnídag gat hún ekki meira. Vonleysið var algjört.

  • Ert þú með geðveikan mannauð?

    Silja Björk var ein fjögurra fyrirlesara í pallborðsumræðum á Mannauðsdeginum 2021. Markmið fyrirlestursins var að varpa ljósi á mikilvægi sveigjanleika og geðræktar í mannauðsmálum, en Silja Björk hefur reynslu af því að vera bæði geðveikur starfskraftur og geðveikur yfirmaður. Erindi hennar hlaut verðskuldaða athygli og birtist þessi pistill á Vísi, unninn upp úr erindi hennar.

  • Skaðlegt þyngdartap Kim Kardashian

    Silja Björk hefur í seinni tíð orðið ötul talskona gegn fitufordómum og megrunarmenningu, sem einkenna nútímasamfélag. Silja Björk skrifaði pistil um skaðlegt þyngdartap Kim Kardashian fyrir Met Gala 2022, þar sem hún léttist skyndilega til þess að passa í kjól af Marilyn Monroe eina kvöldstund.

  • Barr kaffihús gefur afgangsmat á kvöldin

    Silja Björk var rekstrarstjóri kaffi- og veitingahússins Barr í Menningarhúsinu Hofi árið 2021. Hún tók upp á því að skilja eftir matarafganga við húsið að vakt lokinni, til þess að sporna við matarsóun, sem er eitt stærsta loftslags- og félagslega vandamál okkar tíma.

  • A Perfect Day in Reykjavík

    Silja Björk Björnsdóttir is a feminist, writer, podcaster, and lecturer. Her first book is an autobiographical story about mental health, depression, and recovery. Silja spends most of her time between Akureyri and Reykjavík, so here’s her guide to the perfect day in the capital!

  • Þrjátíu og níu létust úr sjálfsvígum

    Í miðjum heimsfaraldri fóru að berast sláandi tölur um aukningu sjálfsvíga á Íslandi. Silja Björk hefur talað með sjálfsvígsforvörnum síðan hún reyndi slíkt sjálf árið 2013 og í greininni fer hún yfir hvernig hægt er að vinna markvisst með forvarnir, fræðslu og vitundavakningu til þess að koma í veg fyrir sjálfsvíg.

  • Byrjaði að skrifa bókina á geðdeildinni

    Eftir að hafa gengið um með hugmyndina að sinni fyrstu bók, Vatnið, gríman og geltið í sjö ár, ákvað Silja Björk að láta útgáfuna verða að veruleika. Hún safnaði fyrir útgáfunni í gegnum KarolinaFund og tókst að ná söfnunarmarkmiðinu á innan við viku. Silja Björk ræddi bókaútgáfuna og hvað það þýðir fyrir hana að geta sagt sína sögu og unnið úr henni í gegnum skrifin.

  • Við erum svo margt

    Árið 2019 tók Silja Björk þátt í verkefninu „Við erum svo margt” á vegum nemenda í MPM-námi við Háskólann í Reykjavík. Tilgangur verkefnisins var að sýna fjölbreytt andlit þeirra sem lifa með geðsjúkdómum og sjálfsvígshugsunum. Silja Björk flutti ávarp á opnun sýningarinnar.

  • Hætti að bera sig saman við aðra

    Á meðgöngunni kynntist Silja Björk jákvæðri líkamsmynd og styrkinum sem felst í því að rækta sambandið við líkama og sál. Silja Björk hafði sjálf lengi átt í erfiðu sambandi við mat, útlit sitt og kílóatölu en það breyttist á meðgöngunni. Nú ræðir Silja Björk um geðræktina sem felst í því að elska og hugsa vel um líkamann sinn og sýna honum þakklæti.

  • Geðveikt heilsujafnrétti

    Þegar sýningum á þáttunum Bara geðveik lauk veturinn 2016, birtist pistill eftir Silju Björk í Fréttablaðinu og Vísi, sem fjallaði um nýyrðið „heilsujafnrétti” sem varð til í #égerekkitabú-byltingunni árið áður. Þar fer Silja Björk yfir mikilvægi þess að öllum sé mætt á jöfnum grundvelli í heilbrigðiskerfinu.

  • Hvað þýðir að vera ekki tabú?

    Árið 2016 skrifaði Silja Björk greinina „Hvað þýðir að vera ekki tabú?” rúmlega ári eftir að #égerekkitabú-herferðin skók íslenska samfélagsmiðla. Greinin vann til verðlauna sem besta innsenda greinin og vakti mikla athygli. Í greininni fer Silja Björk yfir hvað það þýði fyrir okkur að opinbera geðveikindi okkar og hver næstu skref gætu verið í þessari byltingu.

  • „Ekki inn í myndinni að glöð og vel gefin stelpa eins og ég gæti verið þunglynd“

    Árið 2016 var Silja Björk á ferðalagi um heiminn en gaf sér tíma til þess að sitja fyrir svörum á Kaffið.is, norðlenskum vefmiðli. Silja Björk ræddi sögu sína með þunglyndi, hvernig #égerekkitabú breytti lífi hennar og margra annarra og hvernig geðsjúklingur á kvíðalyfjum fer að því að ferðast um heiminn.

  • #égerekkitabú

    Árið 2015, eftir miklar hræringar í samfélaginu og margar byltingar á samfélagsmiðlum, efndi Silja Björk til #égerekkitabú-hreyfingarinnar ásamt tveimur öðrum baráttukonum. Silja Björk var í viðtali við mbl.is þar sem hún ræddi mikilvægi baráttunnar og hvernig hægt er að nota samfélagsmiðla á jákvæðan hátt í geðbaráttunni.

  • Úr fyrirmyndarnemanda í dónalegt ungmenni

    Í nóvember 2014 var Silja Björk í forsíðuviðtali Sunnudagsmogganns þar sem hún ræddi um líf sitt með þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsunum. Í viðtalinu fór Silja Björk yfir sína sögu, æsku og veru á geðdeildinni til þess að opna á umræðuna um geðræna heilsu, geðrækt og uppræta fordóma í samfélaginu.

  • Ekkert tabú að vera geðsjúklingur

    Fjöldi fólks tjáði sig um eigin geðsjúkdóma á Facebook og Twitter undir merkinu #égerekkitabú. Silja Björk Björnsdóttir er ein þeirra sem ýtti þessari samfélagsbyltingu úr vör. Hún segir skömm og fordóma enn viðloðandi geðsjúkdóma. Sjálf hefur hún þjáðst af alvarlegu þunglyndi. Hún segir markmiðið með #égerekkitabú vera að brjóta bannhelgina sem umlykja geðsjúkdóma.

  • Viðtal við Ísland í dag

    Haustið 2013 fór Silja Björk í viðtal hjá Íslandi í dag, þar sem hún ræddi greinaskrif sín og fyrirlestra og hvernig þeir hafa hjálpað henni eftir veruna á geðdeild sumarið áður. Þetta var fyrsta sjónvarpsviðtal Silju Bjarkar og vakti verðskuldaða athygli á tímum þar sem ekki var rætt svo opinskátt um geðræn veikindi.

  • Brotnir fætur og brotnar sálir

    Aðeins nokkrum mánuðum eftir að Silja Björk kom heim af geðdeildinni eftir sjálfsvígstilraun, skrifaði hún þennan pistil á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga. Silja Björk ræðir hér um skömmina sem fylgir því að lifa með sjálfsvígshugsunum og hvernig við verðum að breyta viðhorfi okkar til sjálfsvíga til að uppræta fordóma.

  • Þunglyndi er líka sjúkdómur

    Fyrsta grein Silju Bjarkar birtist á vefritinu Freyjur, sem hún og hópur ungra kvenna hélt úti árin 2012-2014. Silja Björk hafði þá lifað með þunglyndi í nokkur ár og var nýbúin að fá greiningu. Greinin vakti mikla athygli og hrinti af stað nýrri vitundarvakningu um geðheilsu, fordóma og mikilvægi geðræktar. Greinin fékk endurbirtingu á Vísi, sem lesa má hér.

BOSS BITCH x Silja Björk Björnsdóttir

Þær Birna Rún Eiríksdóttir og Íris Svava Pálmadóttir eru sannkallaðar Boss Bitches og fengu Silju Björk til sín til þess að ræða lífið, tilveruna, geðheilsu og andleg málefni og hvernig við getum notað söguna okkar okkur til framdráttar. Þetta er stórskemmtilegur þáttur fullur af húmor, hlátri og algjörum neglum.

Seiglan með Fanneyju Dóru

Silja Björk var fyrsti gestur hlaðvarpsins Seiglunnar með Fanneyju Dóru og ræddi þar um mikilvægi geðræktar og sína sögu af þunglyndi og kvíða.

Farðu úr bænum með Kötu Vignis

Silja Björk ræddi við Kötu Vignis í vinsælu hlaðvarpi hennar Farðu úr bænum, um mikilvægi jákvæðrar líkamsmyndar, skaðsemi fitufordóma og hvaða áhrif það hefur á geðheilsu okkar að lifa í samfélagi sem gengur út á útlit, samfélagsmiðla og samanburð.

Íslenska mannflóran II með Chanel Björk

Eftir #BlackLivesMatter hreyfinguna árið 2020 og umfjöllun Silju Bjarkar og Tinnu í hlaðvarpinu Kona er nefnd um líf og afrek svartra kvenna, var Silja Björk einn fjögurra gesta hlaðvarpsins Íslenska mannflóran. Tekin var pallborðsumræða um muninn á menningarnámi og menningarást og færðist sannarlega hiti í leikinn þegar leið á umræðurnar.

Previous
Previous

Eden Foundation

Next
Next

Lífsbiblían