50 lífslyklar til að opna dyr tækifæranna

Lífsbiblían er byggð á öllu því sem Alda Karen og Silja Björk hafa lært í gegnum árin, sem manneskjur, fyrirlesarar, baráttukonur og vinkonur.

Scroll

Hvað eiga drukknaður páfagaukur, maður í górillubúningi og kassar utan af Marylandkexi sameiginlegt? Það færðu aldrei að vita – nema þú lesir þessa bók.

Lífsbilían er samstarfsverkefni Öldu Karenar Hjaltalín og Silju Bjarkar, og er önnur útgefin bók Silju Bjarkar.

Þær Silja Björk og Alda Karen hafa verið vinkonur frá því að tölvudýr og Henson-gallar voru það flottasta. Það var ekki fyrr en eftir þrjá LIFE Masterclass fyrirlestra Öldu Karenar að þær ákváðu að taka höndum saman og koma hugmyndum fyrirlestranna í bókaform og úr varð Lífsbiblían.

Í þessari stórkostlegu, bráðfyndnu og hugvekjandi bók þræða höfundar saman 50 lífslykla, sögur og leyndarmál sem þær hafa sankað að sér í gegnum tíðina og leyfa lesendum að njóta til hugleiðingar.

Lífsbíblían varð strax metsölubók þegar hún kom út í janúar 2021 og hlaut tilnefningu til íslensku hljóðbókarverðlauna Storytel.

Lífsbiblían er til sölu í verslunum Forlagsins sem og í vefverslun. Hljóðbókarútgáfan er fáanleg á Storytel hér.

 
 
 

Alda Karen og Silja Björk eru öllu vanar þegar kemur að markaðssetningu og samfélagsmiðlum. Í samstarfi við Alpha Agency sáu þær um auglýsingagerð og dreifingu auglýsinga fyrir Lífsbiblíuna og tryggðu þannig metsölu strax í forsölu.

Auglýsingaherferðin samanstóð af hefðbundnum auglýsingamyndböndum, sérsniðnum auglýsingum fyrir samfélagsmiðla og hlaðvarpi sem hlutu verðskuldaða athygli.

 

Lífsbiblían hlaðvarp

er aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify og Apple Podcasts.

 

Lífsbiblían - Að sannfæra heilann

Í Lífsbiblíu hlaðvarpinu fékk Alda Karen til sín marga góða gesti og ræddi um lífið, tilveruna, hvernig við komum okkur á framfæri og hvernig við lifum betra lífi. Í næstsíðasta innslaginu ræddu Alda Karen og meðhöfundur hennar Silja Björk um tilurð Lífsbiblíunnar og hvernig á að sannfæra heilann um að allt verði í lagi.

 
Previous
Previous

Greinar & skrif

Next
Next

Fyrirlestrar