Velkomin!

Ég er 26 ára sveimhuga skúffuskáld, geðsjúklingur, móðir, matgæðingur, femínisti, kvikmyndagagnrýnandi og áhugamanneskja um lífið. Þetta er öðruvísi lífstílsblogg með áherslur á skapandi skrif, andlega heilsu, tilraunakennda matargerð fyrir manneskjur sem elska að læra eitthvað nýtt og hvernig það er að vera nýbakað foreldri á tímum samfélagsmiðla í miðri háskólagöngu.

Þetta blogg hefur verið hugarfóstur mitt lengi, þar sem ég hef unun af því að tjá mig en hafði gengið illa að finna réttu teinana fyrir hugsanalestina. Bloggferill minn hófst á því sáluga vefsvæði folk.is og hefur síðan þróast yfir í skoðanaskipti á öllum helstu samfélagsmiðlum 21.aldarinnar þangað til að ég fann lausnina – minn eiginn griðarstaður á veraldarvefnum – þessi heimasíða.

Ég vona að hún geti orðið þinn griðarstaður líka, þar sem þú kemur í leit að innblæstri, hvatningu, ást og friði. Griðarstaður þar sem þú finnur von og hamingju og veist að þú ert ekki einn í leitinni að sjálfum þér. Velkomin.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ég fékk þann heiður að vera gestur í nýju hlaðvarpi sem kallast Geðsjúklingar í vöfflukaffi. Hlaðvarpinu er stýrt af Gylfa Hvannberg (@GHvannberg) sem sjálfur er kvíðasjúklingur. Í þessum fyrsta þætti mættum......

Stundum hefur maður engan tíma til að elda en langar samt í eitthvað ótrúlega gott og girnilegt. Þetta er svoleiðis uppskrift, nánast fyrirhafnarlaus og getur verið að malla á meðan......

Alheimurinn leggur aldrei meira á mann en maður þolir. Þetta var mantran mín í fæðingunni en syni mínum þótti ekki sæmandi að koma í heiminn þegjandi og hljóðalaust, heldur þurfti......

Ljósmynd: Krista Björk Kristjánsdóttir/ @kristabjorkk Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi. Ég hef alltaf verið frekar andleg týpa og trúað staðfastlega á mátt andlegra málefna. Hugur minn hefur......

Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég elska pasta. Ég fer ekki ofan af því að ég var örugglega Ítali í fyrra lífi, því mér þykir í alvörunni ekkert......

Sorgin er ótrúlega furðulegt fyrirbæri. Hún er óumflýjanlegur hluti hinnar mannlegu reynslu, hvort sem það er sorgin við ástvinamissi, áföll, sambandsslit eða annars konar sorg. Sorgarferlið sjálft getur verið óútreiknanlegt......

Grein þessi birtist fyrst á vefritinu Freyjur, á alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga, þann 10.september 2013. Ljósmynd, Eggert Jóhannesson, mbl.is.   „Að vera inn á geðdeild er eins og að vera fótbrotin......

Ljósmynd: Krista Björk Kristjánsdóttir/@kristabjorkk Það er ekki öllum sjálfgefið að eignast eða ganga með börn. Það að verða ólétt og að upplifa meðgöngu hefur kennt mér svo ótal margt, um......

AMSTERDAM Ég man hvernig við þræddum þröngar götur Amsterdam, sólin skein og hjörtu okkar full af ást. Ég man þegar við gáfum dúfunum á torginu að borða og þú gaptir......

Í þessari pistlaröð ætla ég að skrifa um uppáhaldskvikmyndirnar mínar. Það þýðir ekki endilega að þetta séu að mínu eða annarri mati “bestu” kvikmyndir sögunnar, enda er það aldrei hlutlaust......