Í stórgóðum sjónvarpsþáttum Lóu Pindar, Bara geðveik, er fjallað um líf og störf fjögurra geðsjúklinga. Í þættinum átti Silja Björk uppgjör með fjölskyldunni sinni, þremur árum eftir sjálfsvígstilraun.

 

Í rúmt ár fylgdu Lóa Pind og tökumaður hennar Egill, fjórum geðsjúklingum eftir og fylgdust með lífi þeirra og störfum. Silja Björk var ein viðmælenda og átti tilfinningaþrungið uppgjör við fjölskylduna sína eftir sjálfsvígstilraun þremur árum áður.

Fjölskylda Silju Bjarkar og hún höfðu aldrei sest niður og rætt þennan örlagaríka sumardag í júní 2013, fyrr en myndavélarnar fóru að rúlla. Áhorfendur voru snortnir og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Silja Björk og foreldrar hennar fengu fjöldan allan af skilaboðum bæði frá veiku fólki og aðstandendum þeirra, sem fundu fyrir því í fyrsta skipti að það væri allt í lagi að veikjast.

Þættirnir sex voru sýndir á Stöð 2 haustið 2016 og eru aðgengilegir á vefsjónvarpi Stöðvar 2 hér.

„Þið heyrið að þarna er manneskja að deyja úr sársauka. Ég vil aldrei, aldrei, aldrei aftur vera á þessum stað,”

segir Silja Björk í geðshræringu eftir að hafa hlustað á Neyðarlínusímtal með fjölskyldu sinni í þættinum.

Sjá má brot úr þættinum hér.

Previous
Previous

Kvikmyndarýni