Frá því að ég skrifaði fyrsta pistilinn minn í ársbyrjun 2013, sem bar titilinn “Þunglyndi er líka sjúkdómur”, hef ég haldið ótal fyrirlestra í fyrirtækjum, grunn- og framhaldsskólum, bæði við Háskólann í Reykjavík og í Háskóla Íslands og á hinum ýmsu fundum, málþingum og samkomum.
Vorið 2014 tók ég þátt í virtri samkomu TEDxReykjavík ráðstefnunnar í Hörpu og hét fyrirlesturinn minn “The Taboo Of Depression” eða “Bannorðið þunglyndi” fyrir fullum Eldborgarsal. Fyrirlesturinn er á ensku og var varpað á Youtube þar sem hann hefur fengið tæplega 130.000 áhorf á fjórum árum.
Haustið í kjölfar TEDx ráðstefnunnar skrifaði ég annan pistil um sjálfsvígstilraun mína og ári síðar, í október 2015, efndi ég á samt Töru Tjörvadóttur og Bryndísi Sæunni S. Gunnlagsdóttur, til samfélagsmiðlaherferðarinnar #égerekkitabú.
Árið 2016 tók ég þátt í gríðarlega skemmtilegu verkefni í samstarfi við Lóu Pind og Stöð 2. Framleiddir voru þættirnir Bara Geðveik, en í þeim þáttum var ég einn fjögurra geðsjúkra viðmælanda þar sem fylgst var með okkur og okkar daglega lífi í heilt ár. Þar var meðal annars fylgst með mér flytja með kærastanum inn á tengdaforeldrana, byrja í nýrri vinnu, safna fyrir heimsreisu og rifja upp daginn þegar ég reyndi að fremja sjálfsvíg og viðtöl tekin við fjölskyldu mína um þessa lífsreynslu. Þáttarröðin fékk gríðarlega góð viðbrögð og var það dýrmæt lífsreynsla að taka þátt í þessu verkefni.
Hægt er að finna ýmiss viðtöl og greinar eftir mig á ýmsum stöðum, bæði hér á vefsíðunu og á helstu netmiðlum landsin, en sjá má nokkur viðtöl hér að neðan. Endilega hafðu samband hafir þú áhuga á að bóka fyrirlestur fyrir hópinn þinn!
TEDX FYRIRLESTUR
EKKERT TABÚ AÐ VERA GEÐSJÚKLINGUR
MIKILVÆGT AÐ FAGNA SIGRUNUM
HEILBRIGÐISKERFIÐ ER SKAMMARLEGT
AÐ GANGA UM Á BROTNUM FÆTI
BROTNIR FÆTUR OG BROTNAR SÁLIR
ÞUNGLYNDI ER LÍKA SJÚKDÓMUR