GEÐSJÚKLINGAR Í VÖFFLUKAFFI

GEÐSJÚKLINGAR Í VÖFFLUKAFFI

Ég fékk þann heiður að vera gestur í nýju hlaðvarpi sem kallast Geðsjúklingar í vöfflukaffi. Hlaðvarpinu er stýrt af Gylfa Hvannberg (@GHvannberg) sem sjálfur er kvíðasjúklingur. Í þessum fyrsta þætti mættum við Atli Jasonarson (@atlijas) og ræddum málin yfir dýrindis vöfflum og ilmandi kaffi.

Hlaðvarpið snýr að málefnum geðheilbrigðis og verða gestir Gylfa iðullega geðsjúklingar með mismunandi sjúkdóma, lífsreynslur og áherslur. Geðsjúklingunum er boðið heim í stofu í notalegt umhverfi, rjúkandi vöfflur og með’ðí.

Það verður spennandi að fylgjast með þáttunum en hér að neðan getið þið hlustað á fyrsta þáttinn með okkur Atla.